Velkomin á heimasíðu Hollvina Húna II

Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1963. Hollvinir Húna II sjá um reksturinn. Húni II er eini eikarbáturinn, óbreyttur af þessari stærð sem nú er til á Íslandi. Húni II var gerður út til fiskveiða í 30 ár og er áætlað að samanlögð veiði hafi verið um 32.000 tonn. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá og ákvörðun tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu. Húni II var skráður aftur á skipaskrá árið 1995 og í nokkur ár gerður út sem hvalaskoðunarbátur, fyrst frá Skagaströnd en síðar frá Hafnarfirði.

                       Erum líka á Facebook
                                                       Pantanir eða spurningar
                                    simi/tel 848 4864
                                          sími/tel 699 1950 - steinipje@simnet.is

Nýjustu fréttir

 • Aðalfundur 7. maí 2015

  Aðalfundur Hollvina Húna II.

  Aðalfundur Hollvinafélags Húna II verður haldinn fimmtudaginn 7. maí kl. 20:00 um borð í bátnum, sem liggur við Torfunefsbryggju. Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf (s.b.r. 5.gr. laga félagsins) og einnig, með tilvísun í tillögu sem fram kom á síðasta aðalfundi og með tilvísun í 8.gr. laga félagsins, mun stjórnin leggja til á fundinum tillögu til samþykktar um álagningu félagsgjalda.  Hollvinafélag Húna II er opið fyrir fyrir karla og konur er hafa það að markmiði að varðveita bátinn, viðhalda honum og sigla. Alltaf er pláss fyrir nýja félaga. Kaffiveitingar.

   


 • Síðasta laugardagskaffið í vetur

  Síðasta laugardagskaffið verður nk. laugardag 18. apríl kl. 10:00.  Gott með kaffinu og allir velkomnir.  Sjáumst.

 • Húni siglir til Isafjarðar

  Ef veður verður gott mun Húni II sigla til Isafjarðar um páska og afhending Eyrarósarinnar verða um borð laugardaginn 4. apríl. Því verður ekki kaffi næsta laugardag.

Mynd augnabliksins

Heimsóknir

Í dag: 0
Samtals: 30346

Dagatal

« Apríl 2015 »
SMÞMFFL
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930 

Á næstunni

Engir viðburðir á næstunni

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning